- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrstu leikirnir verða við Lúxemborg og Færeyjar

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari og leikmenn íslenska landsliðsins hefja undankeppni EM í október. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið í handknattleik hefur undankeppni Evrópumótsins með viðureign á heimavelli við Lúxemborg 11. október í haust. Dregið var í riðla undankeppninnar í gær eins og handbolti.is sagði m.a. frá í beinni textalýsingu. Í framhaldinu var gefin út leikjadagskrá án staðfestra leiktíma sem birtir verða fljótlega þegar sérsamböndin hafa raðað niður leikjum og tryggt sér húsnæði undir leikina.


Eins og kom fram í gær þá dróst íslenska landsliðið, sem var í öðrum styrkleikaflokki, í riðil með Svíum, Færeyingum og Lúxemborgurum. Alls var dregið í átta riðla og fara tvö áfram í hverjum þeirra auk þess sem fjögur lið úr þriðja sæti fá einnig sæti í lokakeppninni sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss undir lok næsta árs.

A-landslið kvenna hefur aldrei mætt landsliði Lúxemborgar og verður viðureignin í október þar með sú fyrsta á milli landsliða þjóðanna í kvennaflokki.

Heima og að heiman við Svía

Eftir heimaleikinn við Lúxemborg í október sækir íslenska liðið Færeyinga heima. Leikið verður í Þórshöfn, 14. október.
Þriðja og fjórða umferð undankeppninnar verður 28. og 29. febrúar og 2. og 3. mars. Í þeirri leikjaskorpu verður leikið heima við Svía 28. febrúar og ytra 2. mars.

Lýkur 7. apríl

Tvær síðustu umferðirnar verða 3. og 4. apríl og 7. apríl. Íslenska landsliðið sækir Lúxemborg heim í 5. umferð 3. apríl og tekur síðan á móti færeyska landsliðinu 7. apríl, að öllum líkindum í Laugardalshöll.

Hér er hægt að sjá riðlaskiptingu í undankeppninni:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -