- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrstu mörk Hauks í Póllandi

Haukur Þrastarson í leik með íslenska landsliðinu á EM 2020. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Haukur Þrastarson skoraði sín fyrstu mörk fyrir pólska meistaraliðið Vive Kielce í dag þegar það sótti Zabrze heim og vann auðveldlega, 31:24, eftir að hafa verið með níu marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 19:10.

Haukur skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og eru það fyrstu mörk hans fyrir pólska liðið sem hann gekk til liðs við í sumar. Um leið er þetta þriðji leikur hans fyrir liðið en fyrir átti hann einn deildarleik og eina viðureign í Meistaradeild Evrópu fyrr í vikunni.

Sigvaldi Björn Guðjónsson lék að vanda í hægra horninu hjá Kielce og stóð sig með prýði. Hann skoraði fimm sinnum, þar af einu sinni úr vítakasti.

Kielce hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í pólsku úrvalsdeildinni á afar sannfærandi hátt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -