„Það var ánægjulegt að fá að spila þennan. Ég gaf bara allt í leikinn sem ég gat,“ segir Einar Þorsteinn Ólafsson landsliðsmaður í handknattleik sem lék stóran hluta leiksins við Argentínu í vörninni í sigrinum, 30:21. Einnig skoraði hann eitt mark eftir hraðaupphlaup. Einar Þorsteinn hefur lítið komið við sögu á mótinu en nýtti tækifæri sitt vel í dag gegn andstæðingum sem hann leikur ekki oft á móti.
„Þetta eru öðruvísi leikmenn en ég er glíma við með félagsliðinu mínu. Ég var þar af leiðandi að aðlagast þeim allan leikinn,“ segir Einar sem var hinn hressasti.
„Við þurfum aðeins að hrista af okkur síðasta leik. Þegar því var lokið þá gekk allt eins og smurt. Vörnin var góð í dag og Viktor Gísli er alltaf frábær,“ sagði Einar Þorsetinn glaður í bragði.
Lengra viðtal við Einar Þorstein á myndskeiði hér fyrir ofan.