- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Galopið hjá ÍBV eftir eins marks sigur í Prag

Leikmenn og þjálfara karlaliðs ÍBV. Mynd/UMFSelfoss
- Auglýsing -

Dánjal Ragnarsson tryggði ÍBV sigur á Dukla Prag í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik í Prag í dag, 34:33. Hann skoraði sigurmarkið sex sekúndum fyrir leikslok.


Liðin mætast á ný í Prag síðdegs á morgun og er óhætt að segja að einvígi liðanna standi nánast jafn galopið eftir leikinn í dag og fyrir hann.


Um hörkuleik var að ræða frá upphafi til enda og nánast jafnt á öllum tölum og talsverður hraði í viðureigninni. Liðin skiptst á um að vera marki yfir í fyrri hálfleik. Dukla var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:17. Heimamenn skoruðu fyrsta markið í síðari hálfleik, 19:17.


Rúnar Kárason kom ÍBV yfir, 31:30, þegar sjö og hálf mínúta var eftir af leiktímanum. Það var þriðja mark ÍBV í röð eftir að liðið lenti tveimur mörkum undir, 30:28, í síðara skiptið í síðari hálfleik. Eftir að Rúnar kom ÍBV yfir hleyptu Eyjamenn leikmönnum Dukla ekki yfir það sem eftir var leiksins.


Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 8, Sveinn Jose Rivera 7, Arnór Viðarsson 3, Elmar Erlingsson 3, Dagur Arnarsson 2, Ísak Rafnsson 2, Dánjal Ragnarsson 2, Janus Dam Drjuhuus 2, Róbert Sigurðarson 2, Svanur Páll Viljálmsson 1, Grabríel Martinez Róbertsson 1, Nökkvi Snær Óðinsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 6, 15%.



- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -