- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gaman að koma inn lið með ríka sigurhefð

Janus Daði Smárason t.v. ásamt Aroni Pálmarssyni fyrirliða landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Janus Daði Smárason segir að talsverður munur sé að leika fyrir þýska liðið SC Magdeburg en keppinautana í Göppingen. Janus Daði lék með síðarnefnda liðinu frá 2020 til 2022. Hann gekk til liðs við SC Magdeburg í sumar og kom þá inn í lið sem nokkrum vikum áður hafði unnið Meistaradeild Evrópu.


„Það er annað að koma inn í lið sem er vant að vinna eða að vera í baráttu um titla á mörgum vígstöðum eins og Magdeburg. Sigurhefðin er fyrir hendi. Hugarfarið er annað innan félagsins og leikmannahópsins,“ sagði Janus Daði í samtali við handbolta.is spurður um muninn.

„Við komumst í Evrópukeppni annan veturinn sem ég var með Göppingen og um tíma komumst við í gott flæði. Hjá Magdeburg er ætlast til þess að liðið vinni alla leiki og er í baráttu um verðlaun á öllum vígstöðvum, deildinni heima fyrir og í Meistaradeildinni.

Fyrir utan það að leikirnir eru mikið fleiri með Magdeburg en hjá Göppingen vegna þess að Magdeburg er í Meistaradeildinni að leik við öll bestu lið Evrópu. Ef maður kemst í góðan takt við leikinn hjá liði eins og Magdeburg þá getur maður varla dottið úr takti, það er enginn tími til þess vegna þess að leikirnir eru svo margir,“ sagði Janus Daði Smárason sem lék afar vel með Magdeburg í nóvember og desember þegar leikjaálagið var hvað mest.

Janus Daði verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á EM í handknattleik. Hann hefur samið við ungverska liðið Pick Szeged frá og með næstu leiktíð.

EM í handknattleik karla hefst 10. janúar í Düsseldorf í Þýskalandi og stendur til 28. janúar. 
Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12. jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14. jan.: Ísland – Svartfj.land, kl. 17.
16. jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.
Tvö efstu lið riðilsins halda áfram keppni í milliriðlum. Tvö neðstu liðin fara heim 17. janúar. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -