- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gauti kallaður inn í finnska landsliðið fyrir EM-leiki

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson leikmaður Fram og landsliðsmaður Finnlands. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur aftur verið kallaður til móts við finnska landsliðið í handknattleik sem mætir landsliðum Noregs og Serbíu í undankeppni Evrópumótsins 27. og 30. þessa mánaðar. Æfingar hefjast nokkrum dögum fyrr í Vantaa í nágrenni Helsinki.


Þetta er í þriðja sinn á árinu sem Gauti er valinn í finnska landsliðshópinn. Síðast var hann með í leikjum við Slóvakíu í undankeppni EM í byrjun mars. Stóð Gauti sig vel og var Ola Lindgren ekki að hika við að velja hann á ný á dögunum þegar valinn var 16 manna hópur fyrir viðureignir tvær sem standa fyrir dyrum.


Fyrstu leikina fyrir finnska landsliðið lék Gauti í upphafi árs á æfingamóti í Lettlandi.


Finnska landsliðið er með tvö stig eftir fjóra leiki í öðrum riðli undankeppninni. Finnar unnu Slóvaka á heimavelli í mars en töpuðu nokkrum dögum síðar á útivelli. Norðmenn og Serbar eru í efstu tveimur sætunum með sex stig hvorir.


Gauti og samherjar mæta Serbum í Vantaa í Finnlandi 27. apríl og Norðmönnum í Gjøvik þremur dögum síðar.


Finnska landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Mikael Mäkelä, Redbergslid (SWE).
Patrik Roslander, GrIFK.
Aðrir leikmenn:
Benjamin Helander, Rhein-Neckar Löwen (GER).
Linus Lindberg , Varberg (SWE).
Roni Syrjälä, Dicken.
Fredrik Von Troil, GrIFK.
Viktor Grönmark, HIFK.
Kalle Kankaanpää, GrIFK.
Max Granlund, Alingsås (SWE).
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Fram.
Edward Hammarberg, Oftersheim-Schwetzingen (GER).
Miska Henriksson, BK-46.
Anthony Hellakoski, GrIFK.
Fredrik Karlsson, Lindesberg (SWE).
Jonathan Ekman, BK-46.
Gusten Montonen, AMO (SWE).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -