- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gauti valinn í finnska landsliðið fyrir EM-leiki í mars

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson leikmaður Fram og landsliðsmaður Finnlands. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson er í landsliðshópi Finnlands sem mætir landsliði Slóvaka í undankeppni Evrópumótsins í næsta mánuði. Svíinn Ola Lindgren, landsliðsþjálfari Finna, hefur tilkynnt val á 16 leikmönnum sem hann ætlar að tefla fram í leikjunum sem fram fara í Vantaa í Finnlandi 9. mars og í Hlohovec í Slóvakíu þremur dögum seinna.


Gauti var fyrst valinn í finnska landsliðið til þátttöku í æfingamóti í Lettlandi í upphafi þessa árs. Þrátt fyrr að hafa meiðst í öðrum leik mótsins sýndi Framarinn nóg til þess að Lindgren ætlar að veðja á hann.

Gauti meiddist á ökkla og hefur ekki jafnað sig ennþá en vonir standa til þess að hann geti leikið með Fram gegn FH í Olísdeildinni á sunnudaginn.


Þorsteinn Gauti er af finnsku bergi brotinn og gat þar af leiðandi gefið kost á sér í finnska landsliðið eins og kom fram á handbolti.is fyrr í vetur.


Sjö leikmenn finnska landsliðshópsins leika í Finnlandi, sex í Svíþjóð, tveir í Þýskalandi auk Gauta frá Íslandi.


Auk Slóvaka eru Finnar í riðli með Norðmönnum og Serbum. Finnska liðið er án stiga í 2. riðli undankeppninnar eftir tap fyrir Serbíu og Noregi í október. Slóvakar eru einnig stigalausir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -