- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gefur okkur byr undir báða vængi

Einar Jónsson tók við þjálfun Fram í sumar. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Sóknarleikurinn var stórkostlegur í sextíu mínútur en það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem varnarleikurinn fylgdi með og markvarslan batnaði eðlilega um leið. Okkur tókst að stilla strengina í hálfleik og það heppnaðist ágætlega,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, eftir öruggan sigur á ÍR, 36:30, í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik í Austurbergi í gærkvöld.


Fram var undir allan fyrri hálfleik og mátti teljast heppið að vera ekki nema marki undir að honum loknum, 19:18, eftir að bæði lið höfðu sýnt lítilfjörlegan varnarleik og vart verið með merkjanlega markvörslu í fyrri hálfleik. Fyrsti stundarfjórðungur síðari hálfleiks var hinsvegar mjög góður af hálfu Framara sem skoruðu 11 mörk á þeim tíma gegn þremur mörkum leikmanna ÍR.


„Við vorum hikandi í varnarleiknum í fyrri hálfleik. Menn voru á hælunum og allt frumkvæði vantaði. Það er ávísun á vandræði. ÍR er með flott lið sem verður að taka alvarlega með góða skotmenn. Við vorum bara alltof seinir í þá,“ sagði Einar sem stýrt hefur Fram til sigurs í tveimur leikjum í röð í Coca Cola-bikarnum. Fram hefur þar með öðlast sæti í eftirsóttum undanúrslitum keppninnar sem fer undir lok mánaðarins.


„Það gefur okkur að sjálfsögðu byr undir báða vængi að komast í undanúrslit bikarkeppninnar. Ég vona að menn taki það með sér inn í komandi vikur því það er mjög þétt og skemmtilegt leikjarpógramm framundan næstu vikurnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, í samtali við handbolta.is eftir leikinn í Austurbergi í gærkvöld.

Fram sækir Hauka heim í Schenkerhöllina á Ásvöllum á laugardaginn í fyrstu umferð Olísdeildar karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -