- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gegnheill Stjörnumaður framlengir til þriggja ára

Starri Friðriksson var annan leikinn í röð markahæstur hjá Stjörnunni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Hægri hornamaðurinn Starri Friðriksson hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna. Gildir samningurinn út keppnistímabilið 2024. Starri hefur skoraði 45 mörk í 15 leikjum í Olísdeildinni á keppnistímabilinu, þar af níu mörk gegn KA í 32:27 sigri Stjörnunnar í KA-heimilinu rétt áður en keppni í Olísdeildinni var frestað síðla í mars.


„Starri er sannkallaður Stjörnumaður, hóf að æfa handbolta 8 ára og hefur einungis spilað með Stjörnunni allan sinn feril.
Starri hefur komið tvíefldur til leiks á þessu tímabili eftir erfið meiðsli og spilað algjörlega frábærlega. Hann er 26 ára og ekki er langt í að hann verði með þeim allra bestu í hægra horninu,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Stjörnunnar í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -