Geir Guðmundsson segist reikna með að hafa lagt keppnisskóna á hilluna eftir 17 ár í meistaraflokki. Hann staðfestir ákvörðun sína við Handkastið í dag. Geir, sem sló ungur í gegn með Þór og Akureyri handboltafélagi, hefur leikið með Haukum síðustu fjögur ár. Hann segir við Handkastið að undanfarið hálft annað ár hafi reynst sér erfitt á leikvellinum sökum meiðsla.
Geir, sem er aðeins 32 ára gamall, var þangað til í febrúar á þessu ári yngsti maðurinn sem leikið hafði í efstu deild, 15 ára og 103 daga gamall þegar hann lék með Akureyri handboltafélagi gegn Stjörnunni 4. desember 2008. Brynjar Narfi Arndal sló Geir við um miðjan febrúar þegar hann var 14 ára og 229 daga gamall með FH í leik við Fjölni í Fjölnishöllinni.
Auk Hauka og Akureyri handboltafélags lék Geir um nokkurra ára skeið með Val og einnig franska liðinu Cesson-Rennes ásamt frænda sínum Guðmundi Hólmari Helgasyni.