- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allt gekk upp í fyrri hálfleik

Einar Jónsson, þjálfari Fram. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Það gekk hreinlega allt upp hjá okkur. Við vissum að Haukar kæmu til baka í síðari hálfleik og að við yrðum að vera á varðbergi og gæta þess að missa ekki forystuna út úr höndunum á okkur. Undir lokin kom skjálfti í mína menn og leikurinn varð óþarflega spennandi en okkur tókst að vinna. Ég er bara fyrst og fremst mjög ánægður að koma á Ásvelli og vinna bæði stigin. Slíkt er ekki heiglum hent,” sagði Einar Jónsson þjálfari Fram við handbolta.is eftir sigurinn á Haukum á Ásvöllum í kvöld, 34:32, í 7. umferð Olísdeildar karla.


„Haukar eiga hrós skilið að hafa náð sér á strik í síðari hálfleik eftir stórleik okkar í þeim fyrri en að sama skapi voru mínir menn góðir og þeim tókst að vinna leikinn þótt lokakaflinn hafi ekki gengið eins og við vonuðum,” sagi Einar en Fram hefur aðeins tapað einum leik í deildinni til þessa og verið að margra mati senuþjófur Olísdeildarinnar.


„Við höfum gert vel til þessa á tímabilinu og ætlum að halda því áfram. Liðið hefur verið flott og leikmenn hafa unnið vel fyrir því sem þeir hafa náð til þessa. Okkar markmið er að vera áfram í toppbaráttu. Hinsvegar er ennþá mikið eftir af tímabilinu. Ef við ætlum að halda stöðu okkur út tímabilið þá verða menn áfram að leggja af mörkum mikla vinnu ásamt réttu hugarfari. Við vitum hvað þarf til en það kemur ekki að sjálfu sér,” sagði Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -