- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gérard tekur við af Landin

Franski markvörðurinn Vincent Gerard. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska handknattleiksliðið THW Kiel hefur samið við franska landsliðsmarkvörðinn Vincent Gérard til eins árs frá og með næsta sumri. Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin kveður THW Kiel eftir leiktíðina og gengur til liðs við Aalborg Håndbold eins og sagt var frá fyrr á árinu.


Allt síðan Landin tilkynnti brottför sína frá Kiel hafa forsvarsmenn félagsins leitað að arftaka Danans. Gérard, sem er 35 ára gamall, virðist þó ekki vera lausn til langrar framtíðar, sé tekið mið af samningslengdinni.


Gérard, sem á að baki 135 landsleiki, hefur verið aðalmarkvörður franska landsliðsins um árabil eftir að goðsögnin Thierry Omeyer hætti. Gérard gekk til liðs við Saint-Raphaël VHB í sumar eftir að hafa verið markvörður PSG um þriggja ára skeið. Einnig hefur kappinn leikið með Montpellier, Dunkerque, Istres.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -