- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Geta kvatt árið með sigurbros á vör

Teitur Örn Einarsson, leikur ekki fleiri leiki fyrir IFK Kristianstad. Ljósmynd/IFK Kristianstad
- Auglýsing -

Íslenskir handknattleiksmenn í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik geta vel við unað eftir síðustu leiki sína í deildinni á þessu ári sem fram fóru í kvöld. Þeir sem voru í eldlínunni á annað borð voru í sigurliðum þegar upp var staðið.

Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk í sjö skotum og átti þrjár stoðsendingar þegar Kristianstad vann stórsigur á Varberg, 31:19, á heimavelli. Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði, skoraði eitt mark í þremur skotum og átti þrjár stoðsendingar í þessum örugga sigri sem var kærkominn eftir brottgenga frammistöðu liðsins upp á síðkastið. Norski markvörðurinn Espen Christiansen sá um að kveða leikmenn Varberg í kútinn að þessu sinni með stórleik. Hann var með 58% hlutfallsmarkvörslu.


Annar markvörður, Daníel Freyr Andrésson, átti einnig framúrskarandi leik í marki Guif þegar liðið vann Önnereds á heimavelli, 32:27. Daníel Freyr varði 16 skot sem gerði 44,4% hlutfallsmarkvörslu þegar dæmið var gert upp.

Aron Dagur Pálsson var spakur þegar Alingsås vann botnliðið, Aranäs, 31:26, á útivelli. Aron Dagur lék nægja að skora eitt mark og eiga þrjú skot á markið. Hann átti eina stoðsendingu.


Nú verður gert hlé í sænsku úrvalsdeildinni fram undir lok janúar.
Staðan í sænsku úrvalsdeildinni:
Malmö 27(17), Ystads IF 27(18), Sävehof 26(19), Alingsås 25(20), Skövde 23(19), Lugi 23(20), Kristianstad 22(19), IFK Ystads 17(18), Hallby 16(18), Guif 14(19), Varberg 13(20), Önnereds 12(17), Redbergslids 11(17), Helsingborg 10(16), Aranäs 10(19).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -