- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gidsel fór á kostum þegar Berlínarliðið vann Burgdorf

Mathias Gidsel leikmaður Füchse Berlin. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Daninn Mathias Gidsel fór á kostum þegar Füchse Berlin endurheimti eitt efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag með öruggum sigri á Hannover-Burgdorf, 37:33, í Max Schmeling-Halle í Berlin. Gidsel skoraði 9 mörk og gaf 10 stoðsendingar.


Hannover-Burgdorf var og er í þriðja sæti deildarinnar en hefði með sigri getað minnkað muninn í eitt stig á milli sín og tveggja efstu liðanna, Füchse Berlin og MT Melsungen.

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
Auk Gidsel skoraði Mijajlo Marsenic sex mörk og Lasse Bredekjær Andersson fimm.

Renars Uscins var markahæstur hjá Hannover-Burgdorf með átta mörk og Justus Fischer var næstur með sjö mörk.


Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -