- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gidsel markahæstur á HM – Bjarki Már varð sjötti

Danski handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel er einn sá snjallasti í íþróttinni um þessar mundir. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Daninn Mathias Gidsel varð markakóngur heimsmeistaramótsins í handknattleik sem lauk í Stokkhólmi í gærkvöld. Gidsel skoraði 60 mörk í níu leikjum danska landsliðsins á mótinu, eða 6,66 mörk að jafnaði í leik.

Heimsmeistarar Dana eiga þrjá leikmenn á meðal tíu markahæstu. Danir áttu síðast markakóng á HM árið 2019 þegar Mikkel Hansen varð efstur á lista með 72 mörk.


Bjarki Már Elísson hafnaði í sjötta sæti þrátt fyrir að leika færri leiki en flestir aðrir á meðal tíu markahæstu leikmanna mótsins. Bjarki Már skoraði 45 mörk í sex leikjum, var 15 mörkum á eftir Gidsel sem lék þremur leikjum fleiri en Bjarki Már. Að jafnaði skoraði Bjarki Már 7,5 mörk í leik á mótinu.

Gidsel verður 24 ára gamall 8. febrúar. Honum skaut upp á stjörnuhimininn á HM 2021 í Egyptalandi eftir að hafa leikið sína fyrstu landsleiki haustið 2020. Gidsel er fæddur í Skjern á norðurhluta Jótlands og lék og æfði með liði félagsins fram til 15 ára aldur. Sumarið 2014 gekk Gidsel til liðs við akademíu GOG á Fjóni og lék sinn fyrsta leik með liði félagsins í dönsku úrvalsdeildinni þremur árum. Með GOG lék Gidsel fram á síðasta sumar þegar samningur hans við Füchse Berlin í Þýskalandi gekk í gildi.

Hér fyrir neðan er að finna skrá yfir tíu markahæstu leikmenn HM 2023.


NafnLiðMörkleikirmeðalt.
Mathias GidselDanmörku6096,66
Erwin FeuchtmannChile5477,71
Juri KnorrÞýskalandi5395,88
Simon PytlickDanmörku5195,66
Bjarki Már ElíssonÍslandi4567,50
Richard BodoUngv.landi4494,88
Alex DujshebaevSpáni4494,88
Kay SmitsHollandi4467,33
Mikkel HansenDanmörku4194,55
Ali ZeinEgyptalandi4194,55
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -