- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir og Ómar Ingi komnir á fullt

Gísli Þorgeir Kristjánsson tverður í eldlínunni með Magdeburg í Evrópudeildinni í vetur. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Handknattleiksmennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru komnir á fulla ferð með liði SC Magdeburg. Þeir voru báðir með í fyrrakvöld þegar Magdeburg vann 2. deildarlið Eisenach, 35:22, í æfingaleik á heimavelli.

Ómar Ingi Magnússon skoraði tvö mörk í leiknum en Gísli Þorgeir ekkert.

Ómar Ingi kom til Magdeburg í sumar eftir fjögurra ára dvöl hjá dönskum félagsliðum. Hann hefur jafnað sig vel eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg vorið 2018 sem hélt honum frá keppni stóran hluta síðasta keppnistímabils.

Gísli Þorgeir hefur einnig náð sér vel. Hann meiddist alvarlega á öxl snemma árs rétt eftir að hann kom til Magdeburg frá THW Kiel.

Keppni í þýsku 1.deild karla hefst um næstu mánaðarmót.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -