- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir átti 10 stoðsendingar í Zagreb

Orri Freyr Þorkelsson, fyrir miðri mynd, í leik með Elverum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýsalandsmeistarar Magdeburg treysti stöðu sína í öðru sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á PPD Zagreb, 31:26, í höfuðborg Króatíu í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú af mörkum Magdeburg og gaf 10 stoðsendingar. Hollendingurinn Kay Smits fór einnig á kostum og skoraði níu mörk.


Magdeburg hefur 18 stig eftir 13 leiki og er tveimur stigum á eftir PSG sem trónir á toppnum og með tveggja stiga forskot á Veszprém sem er í þriðja sæti. PSG og Veszprém eiga leik annað kvöld. Ivan Cupic var markahæstur hjá Zagreb-liðinu með sex mörk.


Í B-riðli skoraði Aron Pálmarsson fimm mörk fyrir Aalborg og gaf tvær stoðsendingar í öruggum heimasigri á Noregsmeisturum Elverum, 31:24. Arnór Atlason er sem fyrr aðstoðarþjálfari Aalborgliðsins.

Orri Freyr Þorkelsson skoraði tvö mörk fyrir Elverum en liðið var fimm mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 17:12.


Evrópumeistarar Barcelona halda uppteknum hætti. Liðið vann sinn 12. leik í keppninni í kvöld er það lagði ungversku meistarana Pick Szeged, 35:25, á heimavelli. Dika Mem og Blaz Janc skoruðu fimm mörk hvor fyrir Barcelona. Miklós Rosta skoraði sex mörk Szeged sem er í sjötta sæti riðilsins með 10 stig þegar einn leikur er eftir.


Kiel vann stórsigur á Celje, 39:27, á heimavelli. Magnus Landin var markahæstur hjá Kiel með níu mörk.

Staðan í riðlunum tveimur:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -