- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir mætti galvaskur til leiks í kvöld

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri óvænt út á handknattleiksvöllinn í kvöld með þýska meistaraliðinu SC Magdeburg þegar liðið vann Stuttgart, 31:27, á heimavelli í kvöld. Gísli Þorgeir meiddist á ökkla í kappleik fyrir mánuði og var fullyrt eftir það að hann tæki ekki þátt í fleiri leikjum á keppnistímabilinu.

Hafnfirðingurinn var á öðru máli. Hann blés á hrakspár lækna og mætti galvaskur til leiks og skoraði m.a. þrjú mörk í leiknum við Wetzlar og átti tvær stoðsendingar.

Sigurinn tryggði SC Magdeburg sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Með í Köln?

Hafi allt gengið að óskum hjá Gísla Þorgeiri í leiknum í kvöld á hann að vera klár í slaginn á sunnudaginn í lokaumferðina og vonandi einnig í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu 17. og 18. júní í Köln. Magdeburg leikur við Evrópumeistara Barcelona í undanúrslitum.

Veik von

SC Magdeburg er í öðru sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina á sunnudaginn þegar liði sækir HSG Wetzlar heim. THW Kiel er með pálmann í höndunum tveimur stigum á undan Magdeburg en þarf eitt stig úr heimsókn til Göppingen. Kiel vann Wetzlar með 15 marka mun á heimavelli í gærkvöld, 38:23, en næst síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar var skipt niður á tvö kvöld.

Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk en Hákon Daði Styrmisson ekkert þegar Gummersbach með þjálfara ársins í Þýskalandi, Guðjón Val Sigurðsson, í brúnni vann Göppingen, 35:32, á heimavelli. Gummersbach er í 10. sæti.

Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk í öruggum sigri Flensburg í heimsókn til Nürnberg þar sem HC Erlangen er með bækistöðvar, 33:28. Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari HC Erlangen en svo virðist sem leikmenn liðsins hafi misst móðinn í undanförnum leikjum. Erlangen er fallið í 13. sæti.

Flensburg hefur á hinn bóginn sótt í sig veðrið eftir að þjálfarinn fékk að taka pokann sinn eftir miðjan apríl. Flensburg heldur fast í fjórða sætið fyrir lokaumferðina, tveimur stigum á undan bikarmeisturum Rhein-Neckar Löwen.

Heiðmar á sigurbraut

Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf fagnaði öruggum sigri með sínum mönnum á GWD Minden á heimavelli í kvöld, 32:19. Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk fyrir Minden-liðið.

Hannover-Burgdorf situr í sjötta sæti en GWD Minden er fallið.

Staðan fyrir lokaumferðina á sunnudaginn:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -