Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari VfL Gummersbach er þjálfari ársins í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla fyrir leiktíðina 2022/2023. Þjálfarar liða deildarinnar taka þátt í kjörinu en samtök félaga í deildinni hafa staðið fyrir valinu árlega frá 2002.
Der Aufstiegs-Trainer des VfL Gummersbach Gudjon Valur Sigurdsson ist Trainer der Saison 2️⃣2️⃣/2️⃣3️⃣ in der LIQUI MOLY HBL 🤩 Herzlichen Glückwunsch!
— LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl) June 8, 2023
_____#LIQUIMOLYHBL #Handball pic.twitter.com/K7dkqYqy78
Þetta er annað árið í röð sem Guðjón Valur hreppir svipaða nafnbót en hann var valinn þjálfari ársins í 2. deild á síðasta ári í kjölfar þess að VfL Gummersbach vann deildina með yfirburðum og endurheimti þar með sæti í 1. deild eftir nokkurra ára fjarveru.
Fjórði Íslendingurinn
Guðjón Valur er fjórði Íslendingurinn sem hreppir hnossið í vali á þjálfara ársins á vegum deildarkeppninnar frá 2002. Alfreð Gíslason hefur fjórum sinnum orðið fyrir valinu og Dagur Sigurðsson og Guðmundur Þórður Guðmundsson einu sinni hvor.
Árangur VfL Gummersbach undir stjórn Guðjónas Vals hefur vakið verðskuldaða athygli. Nýliðar deildarinnar eru í 10. sæti af 18 liðum fyrir lokaumferðina.
Markakóngurinn Guðjón Valur engum líkur