Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, meiddist á hægri ökkla á upphafsmínútum viðureignar SC Magdeburg og Aalborg í Meistaradeild Evrópu á heimavelli í kvöld. Hann var studdur af leikvelli og kom ekki aftur við sögu í leiknum. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort meiðslin eru alvarleg.
Meiðslalistinn hjá Magdeburg er langur, þar af eru Ómar Ingi Magnússon og Oscar Bergendahl frá keppni vegna ökklameiðsla.
Einnig eru Christian O’Sullivan, Philipp Weber, Manuel Zehnder og Albin Lagergren úr leik um lengri og skemmri tíma vegna meiðsla.
Magdeburg, sem var aðeins með 14 leikmenn á skrá eftir að Gísli hafði meiðst, náði að vinna leikinn, 32:31. Spænski markvörðurinn Sergey Hernandez sá til þess að Magdeburg hreppti bæði stigin en hann varði síðasta markskot Álaborgarliðsins frá Aleks Vlah.
Svíinn Felix Claar fór á kostum hjá Magdeburg og skoraði átta mörk auk þess sem Daninn Michael Damgaard fór mikinn, jafnt í vörn sem sókn, og skoraði m.a. átta mörk.
Burster Juul skoraði átta mörk fyrir Alaborg og Jack Thurin sex mörk.
Valdir kaflar: SC Magdeburg – Aalborg
Magdeburg er í 5. sæti B-riðils þegar tvær umferðir eru eftir með 11 stig en liðið hefur unnið tvo leiki í röð í Meistaradeildinni. Aalborg er í þriðja sæti með 15 stig.
Ungverska liðið Pick Szeged með Janus Daða Smárason innanborðs tapaði fyrir Nantes í Frakklandi en liðin eru einnig í B-riðli, 32:29. Janus Daði var ásamt fleirum með fimm mörk.
Szeged er í fjórða sæti riðilsins með 12 stig, er stigi fyrir ofan Magdeburg.
Valdir kaflar: HBC Nantes – Pick Szeged
Staðan í A-riðli:
Staðan í B-riðli: