- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir og Ómar Ingi eru komnir í undanúrslit

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður SC Magdeburg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Efsta lið þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla, SC Magdeburg, komst í dag örugglega áfram í undanúrslit bikarkeppninnar með átta marka sigri á botnliði deildarinar, GWD Minden, 34:26, á heimavelli.


Ómar Ingi Magnússon kom lítið við sögu í leiknum. Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur jafnað sig eftir að hafa smitast af kórónuveirunni á Evrópumótinu. Hann tók talsvert þátt í leiknum og skoraði tvö mörk í tveimur tilraunum auk þess að eiga eina stoðsendingu.


Sigur Magdeburgliðsins var aldrei í hættu. Liðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda. Sjö marka munur var að loknum, fyrri hálfleik, 18:11.


Daninn Michael Damgaard og Hollendingurinn Kay Smits voru markahæstir hjá Magdeburg með níu mörk hvor. Tomas Urban og Jan Grebenc skoruðu sex mörk hvor fyrir GWD Minden.


HC Erlangen vann sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í gær með því að leggja Gummersbach, 29:27. Viðureign THW Kiel og Rhein-Neckar Löwen var að hefjast þegar þetta er skrifað. Fjórðu viðureign undanúrslitanna, milli Lemgo og MT Melsungen, var frestað í nokkra daga vegna smita kórónuveiru.

Uppfært kl. 20.30:

Kiel er einnig komið í undanúrslit. Liðið van Rhein-Neckar Löwen, 26:24, í Mannheim í kvöld. Löwen var marki yfir í hálfleik, 13:12. Ýmir Örn Gíslason var fastur fyrir í vörn Löwen og var m.a. tvisvar vísað af leikvelli. Hann skoraði eitt mark. Niclas Ekberg og Sander Sagosen skoruðu sex mörk hvor fyrir Kiel og Uwe Gensheimer skoraði jafn mörg fyrir Löwen-liðið.


Úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar verður 23. og 24. apríl í Hamburger Barclays Arena.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -