- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Gísli Þorgeir og Rannveig giftu sig á gamlársdag

- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og sambýliskona hans Rannveig Bjarnadóttir gengu í hjónaband við látlausa athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á síðasta degi ársins 2025. Frá þessu greina hin nýju hjón á samfélagsmiðlum.

„Og allt í einu varð gamlárskvöld minn uppáhalds dagur. Lítil athöfn bara fyrir okkur en undirbúið ykkur fyrir partý 2027,“ skrifaði Rannveig á Instagram og birti tvær myndir af þeim fyrir utan Fríkirkjuna.


Gísli Þorgeir bað Rannveigar fyrir mánuði en þau hafa verið saman í átta ár.

Gísli Þorgeir er einn fremsti handknattleiksmaður heims og leikur með Evrópumeisturum SC Magdeburg. Liðið hefur farið á kostum það sem af er leiktíð taplaust bæði í þýsku 1. deildinni, bikarkeppninni og í Meistaradeild Evrópu. Gísli Þorgeir er einn lykilmanna liðsins. Hann var m.a. valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu í júní.

Á morgun hefst undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir þátttöku á Evrópumótinu sem hefst um miðjan mánuðinn í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -