- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gleðifregnir berast frá Póllandi

Haukur Þrastarson er mættur til leiks á ný. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þær gleðifregnir bárust í dag að Haukur Þrastarson lék á ný með pólska meistaraliðinu Kielce eftir nærri 10 mánaða fjarveru vegna krossbandaslits í leik í Meistaradeild Evrópu. Haukur skoraði fjögur mörk í dag þegar Kielce vann stórsigur á heimavelli á Unia Tarnow, 45:24, í fimmtu umferð pólsku úrvalsdeildarinnar. Þetta var um leið fimmti sigur Kielce í deildinni.


Endurhæfingin gekk mjög vel hjá Hauki að þessu sinni eftir að hann fór í aðgerð vegna krossbandaslitsins nærri síðustu áramótum. Hann sleit krossband í hægra hné í viðureign Kielce og Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu 7. desember. Áður hafði hann slitið krossband í vinstra hné haustið 2020. Haukur var lengur frá keppni fyrra skiptið.

Haukur Þrastarson í leiknum í dag. Mynd/Industria Kielce

Fyrir nokkrum vikum var haft eftir sjúkraþjálfara Kielce að reikna mætti með Hauki út á leikvöllinn í október. Hann er þar með aðeins á undan áætlun en reikna má með að álagið verði jafnt og þétt aukið ef hann svarar vel þátttöku í leiknum í dag og næstu leikjum.

Ef vel gengur getur Haukur verið inni í myndinni þegar íslenska landsliðið kemur saman í lok október til fyrsta undirbúnings fyrir Evrópumótið undir stjórn nýs landsliðsþjálfara Snorra Steins Guðjónssonar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -