- Auglýsing -
- Auglýsing -

Góðar fréttir úr herbúðum Vals sólarhring fyrir bikarleik

Magnús Óli Magnússon ræðir við Guðmund Þórð Guðmundsson í leik á EM í Ungverjalandi í janúar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Rúmum sólarhring fyrir undanúrslitaleik í Coca Cola-bikarnum í handknattleik karla berast þær fregnir úr herbúðum Vals að Magnús Óli Magnússon og japanski landsliðsmarkvörðurinn Motoki Sakai hafi skrifað undir nýja samninga við félagið.


Samingur Magnúsar Óla er til tveggja ára, eða út leiktíðina voruð 2024. Sakai bætti við ári og verður því með Val út næsta keppnistímabil.

Japanski markvörðurinn Motoki Sakai í leik með japanska landsliðinu. Mynd/EPA


Magnús Óli hefur verið lykilmaður í Valsliðinu síðan hann gekk til liðs við félagið árið 2017 að lokinni veru í Svíþjóð. Síðan hefur hann orðið deildar-, bikar- og Íslandsmeistari með Val og verið með íslenska landsliðinu á undanförnum tveimur stórmótum.Sakai kom til Vals á síðasta sumri og hefur myndað sterkt markvarðapar með Björgvini Páli Gústavssyni á keppnistímabilinu. Sakai varð bikarmeistari með Val í haust.

Valur mætir FH í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handknattleik klukkan 18 á morgun, miðvikudag, á Ásvöllum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -