- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Góður leikur hjá Elínu Jónu – Ringkøbing hafnar í 10. sæti

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og liðsmaður EH Aalborg. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og samherjar hennar í Ringkøbing Håndbold unnu Silkeborg-Voel á útivelli í gærkvöld, 30:27, í næst síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Elín Jóna lék í marki Ringkøbing Håndbold allan leikinn og stóð sig afar vel. Hún varð 13 skot, 33%.


Ringkøbing Håndbold mætir Ikast Håndbold í síðustu umferð deildarinnar sem fram fer á miðvikudaginn. Hvernig sem sá leikur endar er víst að Ringkøbing Håndbold hafnar í 10. sæti deildarinnar sem er betri árangur en á síðasta keppnistímabili þegar liðið var nýliði í deild þeirra bestu.


Eftir deildarkeppninni lýkur verður gert hlé vegna landsleikja í undankeppni heimsmeistaramótsins í fyrri hluta apríl. Að undankeppninni lokinni tekur við keppni meðal liðanna í neðri hluta deildarinnar um að forðast fall í 1. deild. Randers er þegar fallið eftir að hafa verið gjaldþrota á miðju tímabili.


Lið Horsens, Ringkøbing Håndbold, SönderjyskE, Skanderborg og Ajax reyna með sér í keppni um að forðast að fylgja Randers eftir. Neðsta liðið í keppni mætir sigurliði úr umspili tveggja liða úr næst efstu deild, þeirra sem hafna í öðru og þriðja sæti næsta efstu deildar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -