- Auglýsing -
- Auglýsing -

Góður leikur Ómars Inga

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon skoraði níu mörk, þar af fjögur úr vítaköstum í dag fyrir Magdeburg á heimavelli er liðið tapaði naumlega fyrir Leipzig, 34:33, í þýsku 1.deildinni í handknattleik. Ómar Ingi jafnaði metin, 33:33, þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka.

Michael Damgaard skoraði einnig níu mörk fyrir Magdeburg að þessu sinni. Heldur hefur dofnað yfir Magdeburg-liðinu upp á síðkastið en það er þó enn í hópi þeirra efstu.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt af mörkum Göppingen þegar liðið tapaði í morgun fyrir Füchse Berlin, 34:27.

Alexander Petersson var ekki í leikmannahópi Flensburg sem lagði botnlið Coburg, 29:25, á útivelli í dag.

Í gær skoraði Oddur Gretarsson þrjú mörk þegar Balingen tapaði fyrir meisturum Kiel, 38:34, í Kiel í miklum markaleik. Ludwigshafen, sem er næst á eftir Balingen í kjallaranum tapaði í morgun fyrir Nordhorn, 28:26.  Ludwigshafen og Nordhorn eru þar með ennþá þremur stigum á eftir Balingen. Fyrstnefnda liðið á leik inni á Odd og félaga.

Ýmir Örn Gíslason skoraði tvisvar fyrir Rhein-Neckar Löwen í gær er liðið tapaði heima fyrir Erlangen, 30:26.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -