- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gott að mæta brosandi andlitum í morgunmat

- Auglýsing -

„Við höfðum smá áhyggur af leikmannahópnum í gærkvöld hvernig dagurinn í dag yrði. Sjálfir vorum við í þjálfarateyminu frekar lengi að sofna eftir svekkjandi tap. En það var gott að mæta brosandi andlitum í morgunmatnum í morgun. Ég er því viss um að stelpurnar mæta vel gíraðar í leikinn í dag,” segir Árni Stefán Guðjónsson annar þjálfara U20 ára landsliðs kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is í morgun fyrir utan hótel landsliðsins í Skopje. Framundan er leikur við Svía í krossspili um sæti fimm til átta á HM. Leikurinn hefst klukkan 16.

Svíar í dag

Sigurliðið í leiknum í dag leikur um fimmta sæti mótsins á sunnudaginn, tapliðið leikur um sjöunda sæti sama dag. Svíar töpuðu fyrir Hollendingum, 25:21, í átta liða úrslitum í leik þar sem hollenska liðið var öflugra frá upphafi til enda.

Árni Stefán segir þessi árangur landsliða Íslands og Svía vera frábæran. Liðin hafi ekki mæst síðan á HM fyrir tveimur árum þegar Ísland vann að margra mati óvæntan sigur í upphafsleik mótsins. „Það sem við höfum séð af þeim núna er að um er að ræða hörkulið og auðvitað er alltaf er möguleiki. Við förum brött í leikinn því auðvitað væri það frábær árangur að leika um fimmta til sjötta sæti á heimsmeistaramóti,“ segir Árni Stefán.

Snýst svolítið um hugarfar

Árni segir að á þessu stigi mótsins þá geti leikir og niðurstaða þeirra markast af því hugarfari sem er innan liðsins. „Þetta snýst um að gíra mannskapinn upp. Það er alltaf erfitt að rífa sig upp daginn eftir tapleik með stuttum undirbúningstíma. Við munum að minnsta kosti leggja allt í sölurnar og síðan verður guð og lukkan að ráða ferðinni.“

Lítur betur út með Elísu

Elísa Elíasdóttir fékk höfuðhögg í leiknum í gær. Árni Stefán segir líta vel út með hana. Elísa hafi fengið mjög góða þjónustu á sjúkrahúsi í Skopje þar sem hún gekkst undir góða rannsókn. Hún er núna undir eftirliti og skoðun hjá dr. Þorvaldi Skúla Pálssyni sjúkraþjálfara og fer í próf hjá honum. Árni Stefán sagði það alfarið vera í höndum Þorvaldar Skúla hvort Elísa geti verið með í leiknum í dag. Elísa mun hafa sloppið við heilshristing.

Árni sagði ennfremur að von væri að Tinna gæti einnig verið með þrátt fyrir meiðslin.
„Vonandi verða þær báðar í hópnum í dag og til taks. Hvort þær taka beinan þátt í leiknum verður bara að skýrast þegar á hólminn verður komið,“ segir Árni Stefán.

Lengra myndskeiðsviðtal við Árna Stefán er að finna eftst í þessari grein.

HMU20: Dagskrá og úrslit síðustu leikdagana

Yngri landsliðin.

Handbolti.is er í Skopje og fylgist með leiknum í textalýsingu úr keppnishöllinni. Einnig verður streymi frá leiknum á handbolti.is. Eftir leik verða viðtöl við leikmenn og þjálfara.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -