- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gott að eftir okkur er tekið

Ásdís Guðmundsdóttir, leikmaður KA/Þórs og íslenska landsliðsins. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ásdís Guðmundsdóttir handknattleikskona hjá KA/Þór var á dögunum valin í æfingahóp landsliðsins sem kemur saman til æfinga á miðvikudaginn undir stjórn Arnars Péturssonar, landsliðsþjálfara. Hópurinn verður við æfingar á höfuðborgarsvæðinu fram á sunnudag. Ásdís er ein þeirra sem hefur borið upp KA/Þórsliðið sem trónir nú á toppi Olísdeildarinnar ásamt Fram með 14 stig eftir níu leiki. Hún er annar tveggja fulltrúa KA/Þórs í landsliðshópnum ásamt hinni þrautreyndu Rut Arnfjörð Jónsdóttur.


„Það var mjög ánægjulegt að vera valin í hópinn. Ég hef lagt hart að mér að ná þessu takmarki. Þess vegna er gott að það skuli vera eftir mér og okkur tekið,“ sagði Ásdís þegar handbolti.is hitti hana að máli á laugardaginn. Ásdís var fyrst valin í landsliðshóp fyrir um hálfu öðru ári, sem lék tvisvar við landsliðs Færeyinga hér á landi og þar af leiðandi tvo landsleiki.


Auk þess var hún í unglingalandsliðum á sínum yngri árum. „Það er alltaf gaman að taka þátt í landsliðsverkefnum, bjóta upp æfingaumhverfið og takast á við eitthvað nýtt. Ég hlakka til,“ segir Ásdís sem hefur fengið frí þar sem hún vinnur í þjónustukjarna fyrir geðfatlaða á Akureyri samhliða námi í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri.

Ekki uppáhaldsstarfsmaðurinn


„Það var smá púsluspil að koma þessu öllu heim og saman. Ég er kannski ekki uppáhaldsstarfsmaðurinn hjá yfirmanni mínum en ég þarf að fá frí úr vinnu frá þriðjudegi vegna þess að fyrsta æfing verður fyrri part miðvikudags. Síðasta æfingin verður á sunnudaginn. Auk þess er gott að eiga góða að fyrir sunnan þar sem ég fæ að gista meðan ég verð í bænum,“ segir Ásdís sem er ýmsu vön eftir að hafa leikið með KA/Þórs-liðinu árum saman með tilheyrandi ferðalögum þar sem stundum hefur fylgt með að vera veðurteppt.


Ásdís vonast til að hún og Rut ryðji brautina fyrir fleiri leikmenn KA/Þórsliðsins til að vera inn í myndinni þegar landsliðshópar verða valdir.

„Okkur í KA/Þórs-liðinu hefur gengið vel í vetur og náð að undrstrika hversu góðar við erum. Við eigum það skilið að eftir okkur sé tekið. Það er mikill karakter í KA/Þórsliðinu. Við stöndum þétt saman og erum tilbúnar að stökkva á boltann hvar og hvenær sem er í leikjum. Við missum aldrei trúna á að geta unnið þótt á stundum sé undir högg að sækja. Við höfum verið hrikalega duglegar,“ sagði Ásdís Guðmundsdóttir, leikmaður KA/Þórs sem mætir galvösk á æfingu hjá landsliðinu á miðvikudag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -