Grænhöfðeyingar náðu ekki að halda út Egyptum í viðureign liðanna í Zagreb Arena í kvöld og töpuðu 31:24. Hefðu Grænhöfðeyingar náð stigi í leiknum hefði það fært íslenska liðinu sæti í átta liða úrslitum. Af því varð sem sagt ekki þótt vonir hafi vaknað í brjóstum margra framan af leiknum þegar byr var í seglum Grænhöfðeyinga
Egyptaland er þar með öruggt um sæti í átta liða úrslitum. Spurningin er aðeins sú hvort Króatar eða Íslendingar fylgja þeim og þá hverjum Egyptar mæta í átta liða úrslitum.
Egyptar voru marki yfir í hálfleik, 14:13, eftir að hafa verið undir framan af leik, m.a. 8:4 og 9:6. Élcio Fernandes markvörður Grænhöfðaeyja varði allt hvað af tók og sóknarleikurinn gekk lipurlega.
Fljótlega í síðari hálfleik var ljóst að á brattann væri að sækja fyrir Grænhöfðeyinga. Sóknarleikurin gekk ekki sem skildi. Fimm sóknir í röð í stöðunni, 23:20 fyrir Egypta runnu út í sandinn. Eftir það juku Egyptar jafnt og þetta við forskot sitt og sigurinn var ekki í hættu síðustu 10 mínúturnar.
Hafsteinn Óli Ramos Rocha var í leikmannahópi Grænhöfðeyinga en kom ekkert við sögu.
HM “25: Leikjadagskrá, milliriðlar, staðan