Grænlenska kvennalandsliðið í handknattleik hefur tryggt sér farseðilinn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer á Spáni í desember. Er þetta í annað sinn í sögunni sem kvennalandslið Grænlands nær þessum áfanga en 20 ár eru liðin síðan það tók þátt í HM á Ítalíu.
Grænlenska landsliðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í undankeppni í Ameríku sem hófst á sunnudaginn í Elgin í Illinois, skammt frá Chicago.
Aðeins landslið fjögurra þjóða taka þátt, ekki síst vegna kórónuveirunnar sem m.a. varð þess valdandi að álfumeistarar Kúbu hættu við þátttöku.
Grænlensku konurnar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu, 33:27, gegn Mexíkó og 28:18, á móti Bandaríkjunum í gærkvöld. Púertó Ríkó hefur einnig unnið tvo leiki og mætir Grænlendingum seint í kvöld að íslenskum tíma í lokaumferðinni. Úrslitin munu þó engu breyta um að Grænlendingar og Púertó Ríkó búar senda landslið sín á HM á Spáni í desember.
Púertó Ríkó hefur einnig einu sinni áður unnið sér inn þátttökurétt í lokakeppni HM kvenna. Landsliðið var með á HM í Danmörku 2015 og vann þá Kasakstan, 30:27, í riðlakeppninni en tapað fimm leikjum og mátti einnig sætta sig við ósigur í leikjum um 17. til 20. sætið í Forsetakeppninni svokölluðu.
- Erum ekki ennþá komnir í jólafrí
- Þeir gerðu það sem ég bað þá um
- FH-ingar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik
- Bikarmeistararnir skriðu áfram í átta liða úrslit
- EM kvenna ”24 – leikjadagskrá og úrslit, milliriðlar