- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grátlegt tap í vítakeppni hjá Janusi og Sigvalda

Janus Daði Smárason landsliðsmaður og leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Kolstad. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og samherjar í norska liðinu Kolstad taka ekki sæti í Evrópudeildinni í handknattleik eftir að Kolstad tapaði fyrir Bidasoa Irun í vítakeppni í síðari viðureign liðanna í Þrándheimi í kvöld.

Kolstad vann í venjulegum leiktíma í kvöld, 28:25, en tapaði með þriggja marka mun, 30:27, á Spáni fyrir viku. Vegna þess að útivallarmarkareglan hefur verið lögð af varð að knýja fram hrein úrslit í vítakeppni. Í henni hafði Bidasoa betur í sjöttu umferð.


Janus Daði og Sigvaldi Björn skoruðu úr sínum vítaköstum í vítakeppninni en því miður nægði það ekki þar sem einum félaga þeir brást bogalistin. Sigvaldi Björn skoraði alls sjö mörk í leiknum og Janus Daði fjögur.

Hannes Jón fór áfram

Hannes Jón Jónsson þjálfari austurríska liðsins Alpla Hard stýrði liði sínu til annars sigurs á Butel Skopje, 26:21, og samanlagt með níu marka mun, og fór þar með örugglega áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Stórsigur hjá Teiti Erni

Sömu sögu er að segja af Teiti Erni Einarssyni og samherjum í Flensburg. Þeir voru komnir með annan fótinn áfram fyrir leik kvöldsins þar sem þeim urðu ekki á nein mistök. Flensburg vann MMTS Kwidzyn, 37:24, í Þýskalandi og samanlagt með 26 marka mun. Teitur Örn skoraði eitt mark að þessu sinni.

Heimasigur nægði ekki

Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í GC Amicitia Zürich stóðu höllum fæti eftir 10 marka tap fyrir BM Benidorm í fyrri leiknum á Spáni fyrir viku. Fjögurra marka sigur á heimavelli í kvöld dugði skammt, 34:30. Ólafur Andrés skoraði fjögur mörk.

Óvænt í Veszprém

Ungverska liðið Veszpremi KKFT kom mörgum á óvart með því að leggja franska liðið Chamberý með sex marka mun á heimavelli og komast áfram. Veszprém á þar með tvö lið í Evrópukeppninni á tímabilinu. Hitt er í Meistaradeildinni.


Þremur leikjum lýkur síðar í kvöld. Að þeim loknum verður ljóst hvaða 24 lið verða í Evrópudeild karla í handknattleik á keppnistímabilinu sem hefst 25. október. Dregið verður í riðla á fimmtudagsmorgun og koma Íslandsmeistarar Vals þá til skjalanna.


Liðin sem þegar eru komin áfram eru feitletruð hér fyrir neðan.

Veszpremi KKFT – Chambéry 31:25 (56:54).
Bjerringbro/Silkeborg – Sporting 33:30 (55:61).
Butel Skopje – Alpla Hard 21:25 (42:51).
Ferencváros – Steaua Búkarest 35:31 (66:64).
Flensburg – MMTS Kwidzyn 37:24 (76:49).
Kolstad – Bidasoa Irun 28:25 (60:61, eftir að Bidasoa vann, 6:5, í vítakeppni).
Lemgo – Göppingen 33:31 (59:57).
Skanderborg Aarhus – Kristianstad 35:33 (67:64).
GC Zurich – Benidorm 34:30 (58:64).

Þessir leikir standa yfir:
Aguas Santas – Belenenses (23:20).
Nexe – Azoty-Puławy (26:32).
Montpellier – Sävehof (24:24).
Tryggvi Þórisson er leikmaður Sävehof.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -