- Auglýsing -

Grétar Ari er kominn til Aþenu

- Auglýsing -


Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, hefur samið við gríska handknattleiksliðið AEK í Aþenu. Félagið sagði frá komu Hafnfirðingsins í morgun.

Grétar Ari, sem er Haukamaður að upplagi og nýlega orðinn 29 ára, hefur leikið undanfarin fimm ár með frönsku félagsliðum. Hann var hjá Nice frá 2020 til 2022, hjá Sélestat 2022 til 2024 en síðasta árið hjá US Ivry. Liðið féll úr efstu deild í vor.


Grétar Ari var viðloðandi íslenska landsliðið um skeið og var síðast í æfingahópi haustið 2021.

Sá fjórði í Grikklandi
Grétar Ari verði a.m.k. fjórði Íslendingurinn til þess að leika í Grikklandi. Kristinn Björgúlfsson lék um skeið með PAOK, Ragnar Snær Njálsson var leikmaður Thermaikos og Jóhann Gísli Jóhannsson var með Panalions.

Silfurlið tvö ár í röð

AEK varð í öðru sæti í grísku deildinni í vor eftir tap fyrir Olympiakos annað árið í röð í úrslitakeppninni um gríska meistartitilinn. AEK komst í úrslit Evrópubikarkeppni karla eftir skrautlegar viðureignir við RK Partizan í átta lið úrslitum. AEK tapaði fyrri úrslitaleiknum við RK Alkaloid á heimavelli en neitaði að taka þátt í síðari leiknum í Skopje eftir að samkomulag félaganna um miðasölu til stuðningsmanna AEK var ekki efnt. Í kjölfarið voru bæði félög sektuð en AEK dæmt í tveggja ára bann frá Evrópumótum félagsliða fyrir að neita að leika síðari leikinn. Annað ár bannsins er skilorðsbundið, ef svo má segja.

Karlar – helstu félagaskipti 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -