- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grétar Ari flytur til Parísar í sumar

Grétar Ari Guðjónsson hefur samið við US Ivry. Mynd/US Ivry
- Auglýsing -

Handknattleiksmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson færir sig um set innan Frakklands í sumar og fer frá Sélestat til höfuðborgarinnar. Hann hefur samið til tveggja ára við US Ivry sem leikur í efstu deild. Grétar Ari verður þar með samherji fyrrverandi félaga síns úr Haukum, Darra Aronssonar.

Parísarfélagið sagði frá komu Grétars Ara í kvöld ásamt fleiri nýjum liðsmönnum sem væntanlegir eru fyrir næstu leiktíð.

US Ivry verður þriðja liðið sem Grétar Ari leikur með í Frakklandi. Hann kvaddi Hauka sumarið 2020 og samdi við Nice sem lék í næst efstu deild. Sumarið 2022 færði Grétari Ari sig um set og samdi við Sélestat sem lék með liðinu í efstu deild.

Liðið féll í næst efstu deild vorið 2023 en Grétar Ari hélt sínu striki og hefur verið einn besti markvörður deildarinnar í vetur, eins og hann var á sínum tíma með Nice.

US Ivry er sem stendur í 12. sæti af 16 liðum efstu deildar franska handknattleiksins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -