- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grétar Ari stóð fyrir sínu í naumu tapi í Selestat

Gretar Ari Guðjónsson, handknattleiksmarkvörður franska liðsins Nice. Mynd/Cavigal Nice handball
- Auglýsing -

Grétar Ari Guðjónsson og félagar í Nice máttu bíta í það súra epli að tapa naumlega fyrir Selestat í hörkuleik, 33:31, í frönsku B-deildinni í handknattleik í kvöld. Viðureignin var hnífjöfn og spennandi þar til að heimamenn í Selestat komust fram úr á síðustu tíu mínútum leiksins og náðu mest þriggja marka forskoti, 31:28. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik 15:15.

Grétar Ari stóð að vanda allan leikinn í marki Nice. Hann varði 15 skot, þar af eitt vítakast og var með 32% hlutfallsmarkvörslu sem á pari við meðaltal hans í deildinni í vetur.

Selestat hafði þar með sætaskipti við Nice og komst í sjötta sætið en Nice féll niður um tvö sæti í það áttunda. Hvort lið hefur 16 stig eftir 16 leiki. Massy er í sjöunda sæti með 16 stig en á leik til góða.

Pontault er efst með 24 stig. Cherbourg og Saran eru með 22 stig hvort. Nanncy, liðið sem Elvar Ásgeirsson gekk til liðs við í síðustu viku situr í fjórða sæti með 20 stig. Nancy leikur á útivelli við Valence á föstudagskvöldið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -