- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gríðarlega ánægðir með sigur í síðasta leiknum

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Við erum gríðarlega ánægðir með að hafa náð sigri í síðasta leiknum. Frammistaða liðsins var frábær,“ sagði Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, við handbolta.is í dag eftir sigur japanska landsliðsins á landsliði Portúgals í lokaumferð riðlakeppni handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó, 31:30.

Sigurinn dugði japanska liðinu ekki til þess að komast áfram en fleytti Aroni Kristjánssyni og liðsmönnum Barein áfram eins og áður hefur verið rakið á handbolta.is í dag.

Sjötti sigur á Evrópuþjóð

„Þetta er sjötti sigur japanska lansliðsins frá upphafi á Evrópuþjóð og var okkur sannarlega mikilvægur og kærkominn í lokin,” sagði Dagur ennfremur. Viðureignin við Portúgal var afar vel útfærð að hálfu Dags og japanska landsliðsins.


„Við lékum mjög vel gegn Svíum og síðari hálfleikur gegn Egyptum var einnig afar góður af okkar hálfu. Bareinleikurinn var jafn en féll ekki með okkur í lokin. Ég er afar stoltur af því að hafa getað lokið keppninni af okkar hálfu á þann hátt sem við gerðum með þessum góða sigri á Portúgal. Þótt okkar villtu vonir hafi verið að komast áfram í átta liða úrslit þá held ég að niðurstaðan sé vel viðunandi að okkar hálfu.


Aron er vel að því kominn að fara áfram í átta liða úrslit með sitt lið eftir hafa verið afar óheppnir gegn Portúgal og Svíþjóð,“ sagði Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan við handbolta.is í morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -