- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grikkjum voru engin grið gefin – öruggur sigur í Chalkida

Snorri Steinn Guðjónsson fer yfir málin með sína menn. Ljósmynd/mediaoxe
- Auglýsing -


Mikið breytt íslenskt landslið í handknattleik karla vann níu marka sigur á Grikkjum, 34:25, í undankeppni EM 2026 í Chalkida í Grikklandi í kvöld og steig þar með stórt skref inn á Evrópumótið á næsta ári. Grunnurinn var lagður að sigrinum í fyrri hálfleik með frábærri frammistöðu, ekki síst í vörninni. Að fyrri hálfleik loknum var staðan 19:9, Íslandi í vil. Síðari leikur þjóðanna í undankeppninni fer fram í Laugardalshöll á laugardaginn klukkan 16.


Varnarleikur íslenska liðsins var framúrskarandi strax í upphafi. Grikkir voru slegnir út af laginu strax. Þeir léku sig í ógöngur hvað eftir annað. Íslenska liðið sendi sterk skilaboð til Grikkja á fyrstu mínútunum.

Sóknarleikurinn gekk einnig afar vel þar sem Kristján Örn Kristjánsson, Donni, Janus Daði Smárason og Haukur Þrastarson léku varnarmenn gríska liðsins grátt. Ofan á bættust hraðaupphlaup.

Kristján Örn Kristjánsson var frábær í kvöld. Ljósmynd/mediaoxe


Í síðari hálfleik freistuðu Grikkir þess að keyra aðeins niður hraðann. Það hjálpaði þeim lítt við að vinna niður forskot íslenska liðsins. Hinsvegar fjölgaði sóknarmistökum íslenska liðsins frá því sem var. E.t.v. kom það ekki á óvart þegar lítt reyndari menn fengu að spreyta sig. Það verður enginn smiður í fyrsta sinn. Engu að síðust var munurinn átta til tíu mörk allan síðari hálfleik.

Íslenska landsliðið í leiknum í kvöld í Chalkida. Ljósmynd/mediaoxe

Yngri leikmenn stóðu svo sannarlega undir pressunni með hjálp þeirra reyndari. Donni nýtti tækifæri sitt afar vel og bankaði á dýr landsliðsins.

Andri Már Rúnarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í þriðja landsleiknum. Ísak Steinsson fékk að spreyta sig síðustu átta mínúturnar og mun eflaust muna lengi eftir þessu kvöldi í Grikklandi

Mörk Íslands: Kristján Örn Kristjánsson, Donni, 6, Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Þorsteinn Leó Gunnarsson 4, Elliði Snær Viðarsson 4, Haukur Þrastarson 3, Sigvaldi Björn Guðjónsson 2, Stiven Tobar Valencia 2, Janus Daði Smárason 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 1, Andri Már Rúnarsson 1, Ýmir Örn Gíslason 1, Orri Freyr Þorkelsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 7, 26,9% – Ísak Steinsson1, 16,7%.

Handbolti.is var einn íslenskra fjölmiðla í Tasos Kampouris-keppnishöllinni og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -