- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Grill 66-deild kvenna: Afturelding, HK og Valur 2 fögnuðu að leikslokum

- Auglýsing -

Þrír leikir fóru fram í Grill 66-deild kvenna í handknattleik en þeir voru hluti af 14. umferð. Hæst bar eflaust að Afturelding lyfti sér upp úr neðsta sæti deildarinnar með sigri á Víkingi, 21:20, í Myntkaup-höllinni að Varmá.


Fjölnir féll á sama tíma niður í neðsta sætið eftir tap fyrir efsta liði deildarinnar, HK, 26:22, í Fjölnishöllinni. Fjölnisliðið veitti HK harða mótspyrnu lengst af viðureigninni og hafði m.a. eins marks forskot í hálfleik. HK komst yfir um miðjan síðari hálfleik og gaf ekki forskot sitt eftir.

Katrín Helga Davíðsdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir Aftureldingu í kvöld í sigrinum kærkomna, 21:20. Katrín Helga skoraði 12 af mörkum Mosfellinga sem ekki höfðu unnið leik síðan 3. nóvember og þá einnig Víkinga.

Loks vann Valur 2 öruggan sigur á FH, 34:30, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 21:12.

Síðasti leikur 14. umferðar fer fram í Lambhagahöllinni annað kvöld þegar Grótta sækir Fram 2 heim klukkan 20.30.

Staðan í Grill 66-deildum.

Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins.

Fjölnir – HK 22:26 (12:11).

Mörk Fjölnis: Berglind Benediktsdóttir 7, Sara Kristín Pedersen 3, Matthildur Lóa Baldursdóttir 3, Vera Pálsdóttir 3, Rósa Kristín Kemp 2, Tinna Björg Jóhannsdóttir 2, Guðrún Maryam Rayadh 1, Hildur Sóley Káradóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 13, Brynja Kristín Guðbrandsdóttir 1.

Mörk HK: Inga Fanney Hauksdóttir 5, Jóhanna Lind Jónasdóttir 5, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 5, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 2, Amelía Laufey G. Miljevic 1, Auður Katrín Jónasdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara B. Björnsdóttir 11.

Afturelding – Víkingur 21:20 (12:11).

Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 12, Brynja Rögn Ragnarsdóttir 3, Karen Hrund Logadóttir 3, Agnes Ýr Bjarkadóttir 2, Katrín Erla Kjartansdóttir 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 11.

Mörk Víkings: Valgerður Elín Snorradóttir 9, Hafdís Shizuka Iura 4, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 3, Hildur Guðjónsdóttir 3, Auður Brynja Sölvadóttir 1.
Varin skot: Klaudia Katarzyna Kondras 7, Þyri Erla L Sigurðardóttir 1.

FH – Valur 2 30:34 (12:21).

Mörk FH: Thelma Dögg Einarsdóttir 11, Elísa Björt Ágústsdóttir 4, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 4, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 4, Eva Guðrúnardóttir Long 2, Dagný Þorgilsdóttir 2, Ólafía Þóra Klein 2, Telma Medos 1.
Varin skot: Szonja Szöke 8, Sigrún Ásta Möller 1.

Mörk Vals 2: Sara Lind Fróðadóttir 9, Laufey Helga Óskarsdóttir 6, Guðrún Hekla Traustadóttir 5, Alba Mist Gunnarsdóttir 4, Hekla Hrund Andradóttir 4, Anna Margrét Alfreðsdóttir 3, Embla Heiðarsdóttir 1, Katla Margrét Óskarsdóttir 1, Sara Sigurvinsdóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 10, Iðunn Erla Mýrdal Helgadóttir 1.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -