Víkingur jafnaði metin á ný við Gróttu í efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í dag. Víkingur lagði HBH, 35:26, í Safamýri í 14. umferð deildarinnar. Grótta og Víkingur eru þar með efst og jöfn í deildinni með 25 stig hvort. Önnur lið er töluvert á eftir og ljóst að kapphlaupið um efsta stæi deildarinnar stendur aðeins á milli tveggja liða.
Hvíti riddarinn vann sinn fyrsta leik á heimavelli í dag eftir fimm sigurleiki á útivelli. Hvíti riddarinn lagði Val 2, 31:27, í Myntkaup-höllinni að Varmá. Markvörðurinn Sigurjón Bragi Atlason fór á kostum í marki Hvíta riddarans, varði liðlega 20 skot og lagði grunn að sigrinum.
Þetta var sjötti sigur Hvíta riddarans á leiktíðinni.
HK2 fór í fyrsta sinn á leiktíðinni upp úr botnsæti deildarinnar í dag þegar liðið vann öruggan sigur á ÍH í Kórnum í Kópavogi, 37:30. HBH situr þar með í neðsta sæti deildarinnar með sex stig en HK 2 er með sex stig.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Úrslit leikja dagsins og markaskor.
Víkingur – HBH 35:26 (13:11).
Mörk Víkings: Kristófer Snær Þorgeirsson 8, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6, Ásgeir Snær Vignisson 5, Sigurður Páll Matthíasson 3, Ísak Óli Eggertsson 3, Halldór Ingi Óskarsson 3, Arnar Már Ásmundsson 2, Hilmar Már Ingason 1, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 1, Kristján Helgi Tómasson 1, Felix Már Kjartansson 1, Rytis Kazakevicius 1.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 4, Hilmar Már Ingason 4, Stefán Huldar Stefánsson 4.
Mörk HBH: Ívar Bessi Viðarsson 10, Hinrik Hugi Heiðarsson 5, Andri Magnússon 4, Egill Oddgeir Stefánsson 2, Adam Smári Sigfússon 2, Sæþór Ingi Sæmundarson 1, Andrés Marel Sigurðsson 1, Haukur Leó Magnússon 1.
Varin skot: Helgi Þór Adolfsson 7, Gabríel Ari Davíðsson 1.
Hvíti riddarinn – Valur 2 31:27 (16:14).
Mörk Hvíta riddarans: Leó Halldórsson 6, Daníel Bæring Grétarsson 5, Andri Freyr Friðriksson 5, Adam Ingi Sigurðsson 5, Aron Valur Gunnlaugsson 4, Kristján Andri Finnsson 3, Leó Róbertsson 3.
Varin skot: Sigurjón Bragi Atlason 21 – Bergvin Snær Alexandersson 2.
Mörk Vals 2: Dagur Leó Fannarsson 8, Bjarki Snorrason 6, Sigurður Atli Ragnarsson 4, Jóhannes Jóhannesson 3, Ísak Buur Þormarsson 2, Dagur Ármannsson 2, Kim Holger Josafsen Nielsen 1, Logi Finnsson 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 7, Anton Máni Francisco Heldersson 4.
HK – ÍH 37:30 (16:15).
Mörk HK: Örn Alexandersson 11, Kristófer Stefánsson 9, Ingibert Snær Erlingsson 7, Mikael Máni Weisshappel Jónsson 4, Styrmir Hugi Sigurðarson 3, Elías Ingi Gíslason 2, Hallgrímur Orri Pétursson 1.
Varin skot: Patrekur Jónas Tómasson 12.
Mörk ÍH: Þórarinn Þórarinsson 6, Róbert Dagur Davíðsson 5, Bjarki Jóhannsson 5, Ari Valur Atlason 4, Brynjar Narfi Arndal 3, Daníel Breki Þorsteinsson 3, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 2, Veigar Snær Sigurðsson 1, Chaouachi Mohamed Khalil 1.
Varin skot: Jóhannes Andri Hannesson 3, Kristján Rafn Oddsson 2.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.



