- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66karla: Enginn vafi í Fjölnishöllinni

Bergur Bjartmarsson markvörður Fjölnis. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -

Fjölnir vann öruggan sigur á ungmennaliði Vals í kvöld í upphafsleik 8. umferðar Grill 66-deildar karla, 29:21. Leikið var í Fjölnishöllinni. Staðan í hálfleik var 17:7. Fjölnir komst því upp að hlið Þórs með 11 stig í annað af tveimur efstu sætum deildarinnar. Þór á leik til góða á Fjölni auk þess að standa betur að vígi í innbyrðisleik liðanna á síðasta mánudag.

Þetta var þriðji leikur Fjölnis á sjö dögum.


Ungmennaliði Vals tókst að gera ÍR-ingum skráveifu á mánudagskvöldið í Origohöllinni. Þeir fengu ekkert tækifæri til þess gegn Fjölni. Fjölnispiltar byrjuðu leikinn af miklum þunga. Þeir skoruðu sjö af fyrstu átta mörkunum og voru átta mörkum yfir eftir 20 mínútur, 11:3. Tíu mínútum fyrir leikslok var forskot Fjölnis 12 mörk, 27:15.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 6, Björgvin Páll Rúnarsson 5, Elvar Þór Ólafsson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Tómas Bragi Starrason 3, Alex Máni Oddnýjarson 2, Bernhard Snær Petersen 2, Heiðar Már Hildarson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Dagur Logi Sigurðsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 14.

Mörk Vals U.: Daníel Montoro Montoro 4, Hlynur Freyr Geirmundsson 3, Jóhannes Jóhannesson 3, Dagur Leó Fannarsson 2, Daníel Örn Guðmundsson 2, Knútur Gauti Kruger 2, Þorgeir Arnarsson 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Matthías Ingi Magnússon 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 10, Guðmundur Helgi Imsland 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -