Ungmennalið Vals lagði ungmennalið Víkings, 29:26, í Grill 66-deild karla í handknattleik í gærkvöld. Leikurinn fór fram í N1-höll Vals á Hlíðarenda. Valur hafði fimm marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki.
Valur er í fimmta sæti í Grill 66-deildinni með 13 stig að loknum 11 leikjum. Víkingar reka lest tíu liða deildarinnar með eitt stig eftir 13 leiki.
Staðan í Grill 66-deild karla og næstu leikir.
Mörk Vals U.: Daníel Örn Guðmundsson 7, Matthías Ingi Magnússon 6, Tómas Sigurðarson 6, Hlynur Freyr Geirmundsson 3, Knútur Gauti Kruger 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Arnar Gauti Birgisson 1, Jóhannes Jóhannesson 1, Stefán Pétursson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 14, Jens Sigurðarson 3.
Mörk Víkings U.: Arnar Gauti Arnarsson 6, Arnar Steinn Arnarsson 5, Sigurður Páll Matthíasson 5, Benedikt Emil Aðalsteinsson 3, Nökkvi Gunnarsson 3, Hinrik Örn Jóhannsson 1, Kristófer Snær Þorgeirsson 1, Halldór Ingi Óskarsson 1, Einar Marteinn Einarsson 1.
Varin skot: Hinrik Örn Jóhannsson 6, Heiðar Snær Tómasson 1.
Tölfræðin hjá HBStatz.