- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66kvenna: KA/Þór og HK unnu örugga sigra á heimavelli

Lydía Gunnþórsdóttir skoraði fimm mörk fyrir KA/Þór í dag. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA/Þór, sem féll úr Olísdeildinni í vor, vann fyrsta leik sinn í Grill 66-deildinni í KA-heimilinu í dag þegar annað lið Hauka kom í heimsókn. Yfirburðir KA/Þórsliðsins voru miklir frá upphafi til enda og lokatölur voru, 33:15. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 18:7.

Ekki síst munaði um stórleik markvarðarins reynda, Mateu Lonac. Hún stóð lengst af í marki KA/Þórsliðsins og 13 skot, 62% hlutfallsmarkvarsla. Norska handknattleikskonan Susanne Denise Pettersen, sem gekk til liðs við Akureyrarliðið í sumar, stimplaði sig inn með fimm mörkum og fjölda stoðsendinga og skapaðra færa.

HK vann einnig stórsigur í upphafsleik sínum í deildinni gegn Fram2 í Kórnum í dag, 38:26. Eins og í leiknum fyrir norðan áttu gestirnir erfitt uppdráttar. Breiddin í leikmannahópi HK fékk notið sín en Anna Valdís Garðarsdóttir var markahæst með átta mörk.

Þar með lauk fyrst umferð Grill 66-deildar kvenna en fyrsti leikurinn var á fimmtudagskvöldið þegar Afturelding lagði Val2, 26:23. Á föstudaginn skildu FH og Víkingur jöfn í Kaplakrika, 24:24, og Fjölnir vann stórsigur á Berserkjum, 30:13.

Önnur umferð hefst á föstudaginn með fjórum leikjum þar sem hæst ber viðureign Aftureldingar og KA/Þórs að Varmá en liðunum var spáð tveimur efstu sætum deildarinnar í árlegri spá þjálfara og fyrirliða á dögunum.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

KA/Þór – Haukar2 33:15 (18:7).
Mörk KA/Þórs: Anna Þyrí Halldórsdóttir 6, Lydía Gunnþórsdóttir 5/3, Susanne Denise Pettersen 5/2, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 3, Selma Sól Ómarsdóttir 3, Ólöf Marín Hlynsdóttir 2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 2, Telma Lísa Elmarsdóttir 2, Elsa Björg Guðmundsdóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 13, 61,9% – Sif Hallgrímsdóttir 3, 30%.

Mörk Hauka2: Rósa Kristín Kemp 4/3, Roksana Jaros 2, Brynja Eik Steinsdóttir 2, Bryndís Pálmadóttir 2, Hafdís Helga Pálsdóttir 2, Katrín Inga Andradóttir 2, Ester Amíra Ægisdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 7/1, 21,9% – Erla Rut Viktorsdóttir 4/1, 33,3%.

Öll tölfræðin hjá HBStatz.

HK – Fram2 38:26 (19:16).
Mörk HK: Anna Valdís Garðarsdóttir 8, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 6, Leandra Náttsól Salvamoser 6, Aníta Eik Jónsdóttir 5, Katrín Hekla Magnúsdóttir 5, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 5, Amelía Laufey G. Miljevic 1, Elfa Björg Óskarsdóttir 1, Stella Jónsdóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 10, Tanja Glóey Þrastardóttir 6.
Mörk Fram2: Sara Rún Gísladóttir 8, Þóra Lind Guðmundsdóttir 5, Elín Ása Bjarnadóttir 4, Valgerður Arnalds 3, Silja Katrín Gunnarsdóttir 2, Matthildur Bjarnadóttir 2, Sylvía Dröfn Stefánsdóttir 2.
Varin skot: Andrea Líf Líndal 4, Þórdís Idda Ólafsdóttir 4.

Tölfræðin hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -