- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66kvenna: Yfirburðir hjá Selfossi – Emilía Ósk skoraði sigurmarkið

Harpa Valey Gylfadóttir, Rakel Guðjónsdóttir, María Guðrún Bergsdóttir, Arna Kristín Einarsdóttir, Katla María Magnúsdóttir, leikmenn Selfoss. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Selfoss ber áfram ægishjálm yfir önnur lið í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Það kom skýrt fram í gærkvöld þegar liðið vann Gróttu, sem er í öðru sæti deildarinnar, með 18 marka mun í 12. umferð deildarinnar. Lokatölur 39:21 í Sethöllinni á Selfossi. Fimm marka munur var í hálfleik, 15:10, heimaliðinu í vil.

Selfossliðið hefur þar með fjögurra stiga forskot í efsta sæti auk þess að eiga leik til góða. Liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa. Tapið í gær var það þriðja hjá Gróttu.

Emilía Ósk Steinarsdóttir skoraði sigurmark FH í viðureign við Víking í Safamýri í gærkvöld, 27:26. Þar með höfðu liðin sætaskipti í þriðja til fjórða sæti. FH er í þriðja sæti, tveimur stigum, á eftir Gróttu sem í öðru sæti. Víkingur er einu stigi á eftir FH í fjórða sæti.

Viðureign Víkings og FH var mjög jöfn og spennandi. FH var marki yfir í hálfleik, 13:12. Emilía Ósk skoraði sigurmarkið 57 sekúndum fyrir leikslok. Víkingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en allt kom fyrir ekki.

Fjölnir lagði Berserki, 29:23, í viðureign tveggja neðstu liða Grill 66-deildarinnar, en liðin mættust í Safamýri í kjölfar leiks Víkings og FH.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Berserkir – Fjölnir 23:29 (10:11).
Mörk Berserkja: Jóhanna Helga Jensdóttir 6, Eva Aðalsteinsdóttir 4, Auður Margrét Pálsdóttir 4, Helga María Viðarsdóttir 4, Birta Dís Lárusdóttir 2, Anna Margrét Sigurðardóttir 1, Agnes Ýr Bjarkadóttir 1, Hólmfríður Arna Steinsdóttir 1.
Varin skot: Sólveig Katla Magnúsdóttir 7, Auður Þórðardóttir 2.
Mörk Fjölnis: Sara Kristín Pedersen 8, Eyrún Ósk Hjartardóttir 6, Telma Sól Bogadóttir 5, Díana Sif Gunnlaugsdóttir 3, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 2, Signý Harðardóttir 1, Azra Cosic 1, Ragnheiður S. Aðalsteinsdóttir 1, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 1, Nína Rut Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 10.

Selfoss – Grótta 39:21 (15:10).
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 12, Perla Ruth Albertsdóttir 8, Tinna Sigurrós Traustadóttir 8, Harpa Valey Gylfadóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Kristín Una Hólmarsdóttir 1, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 15, Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 5.
Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 5, Lilja Hrund Stefánsdóttir 5, Ólöf María Stefánsdóttir 3, Ída Margrét Stefánsdóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Katrín S Thorsteinsson 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 7, Sara Xiao Reykdal 2.

Víkingur – FH 26:27 (12:13).
Mörk Víkings: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 9, Auður Brynja Sölvadóttir 5, Hafdís Shizuka Iura 4, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Mattý Rós Birgisdóttir 2, Valgerður Elín Snorradóttir 2.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 12, Tara Sól Úranusdóttir 1.
Mörk FH: Emilía Ósk Steinarsdóttir 8, Brynja Katrín Benediktsdóttir 5, Ena Car 5, Lara Zidek 4, Katrín Ósk Ástþórsdóttir 2, Karen Hrund Logadóttir 2, Birna Íris Helgadóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 16.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -