- Auglýsing -

Grill66-deild: Víkingar töpuðu fyrir Val – úrslit, markaskor, staða

Mynd/Raggi Óla

Víkingur tapaði í kvöld fyrir ungmennaliði Vals í annarri umferð Grill66-deildar karla í handknattleik, 32:30, þegar liðin mættust í Origohöllinni. Á sama tíma vann HK ungmennalið Fram í Úlfarsárdal, 28:25, en talið er að kapphlaupið um efsta sæti Grill66-deildarinnar muni ekki hvað síst standa á milli HK og Víkings. Liðin féllu bæði úr Olísdeildinni í vor.


Þórsarar fögnuðu sínum fyrsta sigri þegar þeir lögðu Kórdrengi í fyrsta heimaleik þeirra síðarnefndu á Ásvöllum eftir flutning úr Digranesi. Loks vann ungmennalið KA annan leik sinn í röð í deildinni er það mætti ungmennaliði Selfoss í Sethöllinni á Selfoss. Áður en keppni hófst í Grill66-deildinni töldu margir að ekki blési byrlega fyrir ungmennum KA. Þeir hafa hinsvegar blásið á hrakspár.


Úrslit leikja kvöldsins í Grill66-deild karla:

Kórdrengir – Þór Ak. 21:26 (10:15).
Mörk Kórdrengja: Stefán Mickael Sverrisson 4, Tómas Helgi Wehmeier 4, Eyþór Vestmann 4, Ragnar Áki Ragnarsson 3, Sigurður Karel Bachmann 2, Bjarki Björgvinsson 2, Hrannar Máni Gestsson 2.
Varin skot: Birkir Fannar Bragason 15.
Mörk Þórs: Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Kostadin Petrov 7, Aron Hólm Kristjánsson 3, Jonn Rói Torfinnsson 3, Josip Vekic 3, Halldór Yngvi Halldórsson 2, Arnar Þór Fylkisson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 13.

Fram U – HK 25:28 (14:15).
Mörk Fram U.: Reynir Þór Stefánsson 8, Kjartan Þór Júlísson 7, Elí Falkvard Traustason 2, Daníel Stefán Reynisson 2, Stefán Orri Arnalds 2, Hrannar Máni Eyjólfsson 2, tefán Orri Arnalds 1, Aron Fannar Sindrason 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 14.
Mörk HK: Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 11, Kristófer Ísak Bárðarson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Sigurður Jefferseon Guarino 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Arnór Róbertsson 1, Kristján Pétur Barðason 1, Elías Björgvin Sigurðsson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 17.


Valur U – Víkingur 32:30 (17:14).
Mörk Vals U.: Ísak logi Einarsson 8, Breki Hrafn Valdimarsson 7, Tómas Sigurðsson 6, Áki Hlynur Andrason 5, Erlendur Guðmundsson 3, Andri Finnsson 2, Viktor Andri Jónsson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 13.
Mörk Víkings: Gunnar Valdimar Johnsen 7, Guðjón Ágústsson 5, Agnar Ingi Rúnarsson 4, Halldór Ingi Óskarsson 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Marinó Gauti Gunnlaugsson 3, Jón Hjálmarsson 2, Halldór Ingi Óskarsson 2, Igor Mrsulja 1.
Varin skot: Ekkert skráð.


Selfoss U – KA U 36:38 (18:18).
Mörk Selfoss U.: Sigurður Snær Sigurjónsson 11, Tryggvi Sigurberg Traustason 8, Hans Jörgen Ólafsson 6, Jason Dagur Þórisson 4, Gunnar Kári Bragason 4, Jón Þórarinn Þorsteinsson 2, Sölvi Sævarsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 16.
Mörk KA U.: Arnór Ísak Haddsson 13, Ísak Óli Eggertsson 9, Kristján Gunnþórsson 5, Haraldur Bolli Heimisson 4, Hilmar Bjarki Gíslason 3, Logi Gautason 3, Jónsteinn Helgi Þórsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 13.

Staðan í Grill66-deild karla og næstu leikir.

Ýtarlegri tölfræði úr leikjum kvöldsins er að finna hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -