- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill66 karla: HK og KA U unnu – úrslit og staðan

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ungmennaliði Hauka tókst að sauma að efsta liði Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld þegar liðin leiddu saman kappa sína í Kórnum. HK-ingar sluppu fyrir horn og mörðu eins marks sigur, 36:35, og hrepptu þar með tvö stig til viðbótar. HK hefur þar með 27 stig eftir 14 leiki og eru átta stigum á undan Víkingi sem er í öðru sæti en á leik til góða.


Darraðadans var stigin á síðustu mínútunum eftir að Jakob Aronsson skoraði 35. mark Hauka og minnkaði forskot HK niður í eitt mark. Leikmönnum var vísað af velli úr báðum liðum og HK tók leikhlé á lokamínútunni.


HK var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik í Kórnum í kvöld, 17:15. Össur Haraldsson átti stórleik fyrir Hauka. Hann skoraði 12 mörk og reyndist illviðráðanlegur HK-ingum.

Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha og Kristján Ottó Hjálmarsson voru atkvæðamestir HK-inga og skoruðu nærri helming marka liðsins.


Í annarri viðureign Grill 66-deildar karla í kvöld vann ungmennalið KA liðsmenn Þórs, 32:28, í KA-heimilinu eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:9.


Staðan í Grill 66-deild karla.


HK – Haukar U 36:35 (17:15).
Mörk HK: Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 9, Kristján Ottó Hjálmsson 8, Símon Michael Guðjónsson 5, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Styrmir Máni Arnarsson 2, Elías Björgvin Sigurðsson 2, Kári Tómas Hauksson 2, Aron Gauti Óskarsson 1, Kristján Pétur Barðason 1, Júlíus Flosason 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 8, Róbert Örn Karlsson 4.
Mörk Hauka U.: Össur Haraldsson 12, Kristófer Máni Jónasson 5, Birkir Snær Steinsson 5, Jakob Aronsson 3, Þórarinn Þórarinsson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Andri Fannar Elísson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 1, Gísli Rúnar Jóhannsson 1, Sigurður Snær Sigurjónsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 3, Steinar Logi Jónatansson 2.

KA U – Þór 32:28 (15:9).
Mörk KA U.:
Skarphéðinn Ívar Einarsson 10, Haraldur Bolli Heimisson 7, Magnús Dagur Jónatansson 4, Kristján Gunnþórsson 3, Ernir Elí Ellertsson 2, Dagur Árni Heimisson 2, Bruno Bernat 1, Logi Gautason 1, Hugi Elmarsson 1, Ísak Óli Eggertsson 1:
Varin skot: Bruno Bernat 12.
Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 8, Arnór Þorri Þorsteinsson 5, Viðar Ernir Reimarsson 4, Jonn Rói Tórfinnsson 4, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Jóhann Geir Sævarsson 2, Andri Snær Jóhannsson 1, Ágúst Örn Vilbergsson 1, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 4, Arnar Þór Fylkisson 3.

Staðan í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -