-Auglýsing-

Grótta í 16-liða úrslit – fín stemning í Garðinum

- Auglýsing -

Grótta komst í kvöld í 16-liða úrslit Poweradebikars karla í handknattleik með sigri á Víði Garði, 41:30, íþróttahúsinu í Garði. Víðismenn, sem eiga fyrir höndum að leika í 2. deild í vetur, veittu Gróttumönnum harða mótspyrnu með vaskri sveit sem þeir hafa verið að koma sér upp á síðustu árum undir styrkri stjórn Orfeus Andreou. Þar á ofan var góð stemning á leiknum og ljóst að áhuginn fer vaxandi fyrir handknattleik á svæðinu sem er vel.


Markvörðurinn Jacek Kowal sem gerði það m.a. gott með ÍR og Stjörnunni fyrir nokkrum árum sýndi að hann hefur engu gleymt og varði vel í marki Víðis. Konan hans, Elzbieta Kowal, stýrði liðinu af hliðarlínunni auk þess sem sonur þeirra, Szymon, lék með og skoraði fimm mörk. Szymon lék með Haukum fyrir nokkrum árum.

Grótta var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 21:14.


Mörk Víðis: Orfeus Andreou 9, Kornel Dziedzic 8, Tymon Ponto 6, Szymon Kowal 5, Szymon Bronislaw Bykowski 2.
Varin skot: Jacek Kowal 11, Jan Krzysztof Widera 4.

Mörk Gróttu: Bessi Teitsson 6, Gunnar Hrafn Pálsson 6, Tómas Bragi Lorriaux Starrason 6, Sæþór Atlason 5, Sigurður Finnbogi Sæmundsson 3, Kári Kvaran 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Alex Kári Þórhallsson 2, Ari Pétur Eiríksson 2, Gísli Örn Alfreðsson 2, Antoine Óskar Pantano 1, Hannes Grimm 1, Sverrir Arnar Hjaltason 1.
Varin skot: Þórður Magnús Árnason 8, Hannes Pétur Hauksson 2.

Tölfræði HBritara.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -