- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta í undanúrslit í fyrsta sinn í níu ár

Ída Margrét Stefánsdóttir og Katrín Helga Sigurbergsdóttir leikmenn Gróttu. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Grótta komst í kvöld í undanúrslit Poweradebikarsins í handknattleik kvenna í fyrsta sinn í níu ár þegar liðið vann nauman sigur á Víkingi, 22:21, í háspennuleik í Safamýri. Víkingur átti síðustu sókn leiksins en tókst ekki að færa sér hana í nyt til að jafna metin og knýja út framlengingu.


Áður en að lokasókninni kom höfðu liðin átt tvær sóknir hvort án þess að megna að skora mark. M.a. kastaði Gróttuliðið boltanum út fyrir hliðarlínu þegar 35 sekúndir voru til leiksloka.

Víkingar áttu í fullu tré við Gróttu nær allan leikinn og hafði frumkvæðið framan af þegar mark var nánast skorað í hverri sókn. Aðeins hægðist á leiknum undir lok fyrri hálfleiks og Grótta náði þriggja marka forskoti, 15:12, áður en gengið var til búningsklefa eftir 30 mínútur.

Mikil barátta í síðari hálfleik sem kom niður á sóknarleiknum. Varnarleikurinn var þeim mun betri og markverðir beggja liða, Klaudia Katarzyna Kondras hjá Víkingi, og Anna Karólína Ingadóttir hjá Gróttu, létu til sín taka. Gróttuliðið var með frumkvæðið en náði aldrei að hrista Víkinga almennilega af sér.


Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 6, Díana Ágústsdóttir 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 2, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Ivana Jorna Meincke 1.
Varin skot: Klaudia Katarzyna Kondras 9, Signý Pála Pálsdóttir 5.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 10, Katrín Arna Andradóttir 5, Katrín S. Thorsteinsson 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Arndís Áslaug Grímsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 11.

Tölfræði HBritara.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -