- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta lagði neðsta liðið – Soffía er mætt í markið

Soffía Steingrímsdóttir markvörður er mætt á ný í markið hjá Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta komst á ný upp í þriðja sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í dag með öruggum sigri á neðsta liði deildarinnar, ungmennaliði Vals, 41:27, þegar leikið var í Origohöll Valsara. Grótta var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:13.


Grótta hefur þar með 12 stig eftir níu leiki og er stigi á eftir Aftureldingu sem er í öðru sæti með 13 stig þegar átta leikjum er lokið. ÍR er sem fyrr efst með 15 stig eftir átta leiki.


Miklu munar fyrir Gróttu að hafa endurheimt Soffíu Steingrímsdóttur markvörð. Hún hefur snúið til baka í herbúðir Gróttu sem lánsmaður frá Fram. Soffía lék í marki Gróttu í dag í 45 mínútur og varði 14 skot, 34%. Rut Bernódusdóttir lét einnig mikið til sín taka í í leiknum og skoraði 11 mörk fyrir Gróttu.


Mörk Vals U.: Guðrún Hekla Traustadóttir 9, Arna Karitas Eiríksdóttir 8, Ásrún Inga Arnarsdóttir 5, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Berglind Gunnarsdóttir 1, Kristbjörg Erlingsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 3, Hekla Soffía Gunnarsdóttir 2.

Mörk Gróttu: Rut Bernódusdóttir 11, Katrín Anna Ásmundsdóttir 6, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 6, Ída Margrét Stefánsdóttir 6, Guðrún Þorláksdóttir 4, Lilja Hrund Stefánsdóttir 4, Katrín S. Thorsteinsson 3, Margrét Björg Castillo 1.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 14.

Staðan í Grill 66-deild kvenna og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -