- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta og Selfoss fögnuðu sigri í fyrstu umferð

„Gullboltinn“ sem leikið er með á Íslandsmótinu í handknattleik á þessari leiktíð. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ungmennalið Gróttu, Stjörnunnar, ÍBV og Selfoss létu til sín taka í gær í 2. deild karla í handknattleik. Stjarnan, sem lagði ÍH í fyrstu umferð, tapaði í heimsókn í Hertzhöllina, 39:34, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:17.


Unglingalandsliðsmaðurinn Antoine Óskar Pantano var allt í öllu hjá Gróttu. Hann skoraði þriðjung marka liðsins, 13. Kristján Helgi Tómasson hélt áfram þar sem frá var horfið í leiknum við ÍH þegar hann skoraði 12 mörk fyrir Stjörnuna. Hann bætti 10 mörkum í safnið í gær.

Ungmennalið Selfoss lagði ungmennlið ÍBV í íþróttamiðstöðinni í öðrum miklum markaleik í deildinni í gær, 40:33, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var að baki, 20:17. Tryggvi Sigurberg Traustason var aðsópsmikill í Selfossliðinu og skoraði 11 mörk. Línumaðurinn sterki og unglingalandsliðsmaðurinn, Hinrik Hugi Heiðarsson, skoraði níu mörk fyrir ÍBV.

Staðan og næstu leikir í 2. deild.

Grótta U – Stjarnan 39:34 (17:18).
Mörk Gróttu U.: Antoine Óskar Pantano 13, Andri Fannar Elísson 7, Kári Kvaran 6, Gísli Örn Alfreðsson 5, Alex Kári Þórhallsson 3, Sverrir Arnar Hjaltason 3, Bessi Teitsson 2.
Varin skot: Viðar Sigurjón Helgason 7, Bjarki Daníel Þórarinsson 4, Þórður Magnús Árnason 1.
Mörk Stjörnunnar U.: Kristján Helgi Tómasson 10, Húgó Máni Ólafsson 8, Lúðvík Guðni Hjartarson 7, Stefán Orri Stefánsson 5, Dagur Snær Stefánsson 1, Benjamín Björnsson 1, Hrannar Máni Eyjólfsson 1, Stefán Haukur Hreinsson 1.
Varin skot: Baldur Ingi Pétursson 9.

ÍBV U – Selfoss U 33:40 (17:20).
Mörk ÍBV U.: Hinrik Hugi Heiðarsson 9, Gauti Gunnarsson 8, Dánjal Ragnarsson 7, Andrés Marel Sigurðsson 4, Dániel Pintér 2, Óliver Daðason 2, Andri Erlingsson 1.
Varin skot: Jóhannes Esra Ingólfsson 8, Andri Snær Sigmarsson 4.
Mörk Selfoss U.: Tryggvi Sigurberg Traustason 11, Patrekur Þór Öfjörð 5, Anton Breki Hjaltason 5, Jónas Karl Gunnlaugsson 4, Guðjón Óli Ósvaldsson 3, Árni Ísleifsson 3, Skarphéðinn Steinn Sveinsson 3, Jason Dagur Þórisson 2, Daníel Arnar Víðisson 1, Guðmundur Steindórsson 1, Valdimar Örn Ingvarsson 1, Kristján Emanuel Kristjánsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 10, Einar Gunnar Gunnlaugsson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -