- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta opnaði Ragnarsmótið á sigri

Einar Baldvin Baldvinsson markvörður Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta vann Víking í upphafsleik Ragnarsmótsins í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 28:25, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 10:8.

Ekkert varð af Suðurlandsslag

Til stóð að Selfoss og ÍBV riðu á vaðið á mótinu klukkan 18. Leiknum var slegið á frest vegna þess að rúta ÍBV bilaði í Landeyjarhöfn. Ekkert varð þar af leiðandi úr komu Íslandsmeistaranna á Selfoss að þessu sinni. Þess verður freistað að koma leiknum fyrir á dagskrá mótsins síðari í vikunni. ÍBV á leik á Hafnarfjarðarmótinu annað kvöld og á fimmtudaginn auk leiks á Ragnarsmótinu á föstudaginn. Þar af leiðandi koma ekki margir daga til greina en til stendur að Ragnarsmótið verði leitt til lykta á laugardaginn.

Víkingar byrjuðu betur í Sethöllinni í kvöld. Þeir skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkunum áður en Gróttumenn vöknuðu. Þeir gerðu það hressilega, náðu yfirhöndinni og létu hana aldrei af hendi það sem eftir var viðureignarinnar.

Grótta var með tveggja og upp í sjö marka forskot allan síðari hálfleikinn og vann verðskuldaðan sigur. Miklu munaði um góðan leik Einars Baldvins Baldvinssonar markvarðar.

Mörk Víkings: Gunnar Valdimar Johnsen 4, Halldór Ingi Jónasson 3, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 3, Arnar Steinn Arnarsson 2, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 2, Agnar Ingi Rúnarsson 1, Igor Mrsulja 1, Ísak Örn Guðbjörnsson 1, Sigurður Páll Matthíasson 1, Styrmir Sigurðarson 1.
Varin skot: Sverrir Andrésson 9, Hlynur Freyr Ómarsson 4.

Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 5, Antoine Óskar Pantano 4, Ágúst Ingi Óskarsson 4, Jón Ómar Gíslason 4, Elvar Otri Hjálmarsson 3, Ágúst Emil Grétarsson 2, Hannes Grimm 2, Ólafur Brim Stefánsson 2.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 14, Shuhei Narayama 0.

Næstu leikir á Ragnarsmóti karla á miðvikudag:
Klukkan 18: Selfoss – KA.
Klukkan 20: ÍR – Grótta.

Uppfært: Viðureign Selfoss og ÍBV sem átti að fara fram í gær hefur verið settur a dagskrá á föstudaginn klukkan 19.45 í Sethöllinni á Selfossi.

Leikjadagskrá Ragnarsmótsins.

Allir leikir mótsins eru sýndur á Selfosstv sem er að finna á youtube.

Tengdar fréttir:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -