- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta stöðvaði sigurgöngu ÍR-inga

Gróttuliðið fagnar einu af sigrum sínu í vetur. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta kom í veg fyrir að ÍR kæmist upp að hlið Selfoss í efsta sæti Grill66-deildar kvenna í kvöld með því að vinna bæði stigin í viðureign liðanna í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 23:20. ÍR er þar með tveimur stigum á eftir Selfossi sem er í efsta sæti deildarinnar með 23 stig eftir 13 leiki. ÍR er með 21 stig. Grótta er í fjórða sæti eftir sem áður eftir þennan góða sigur með 15 stig.


ÍR hafði unnið tíu leiki í röð í deildinni þegar kom að tapinu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld.

Helga Guðrún Sigurðarsdóttir að skora annað af tveimur mörkum sínum fyrir Gróttu í leiknum. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


ÍR-ingar voru yfir í hálfleik, 13:11. Sterkur varnarleikur og góð frammistaða Soffíu Steingrímsdóttur markvarðar sló ÍR-liðið út af laginu í byrjun síðari hálfleiks. Grótta skoraði fjögur mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 16:14. Liðið lét aldrei forystuna af hendi eftir það. ÍR tókst að minnka muninn í eitt mark, 18:17, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Nær komust gestirnir úr Breiðholti ekki. Gróttuliðið hélt sínu striki.

Soffía Steingrímsdóttir, markvörður Gróttu, átti enn einn stórleikinn í kvöld. Hún varði 18 skot. MyndEYjólfur Garðarsson

Varnarleikurinn var til fyrirmyndar og Soffía hélt vöku sinni í markinu. Sóknarleikurinn brást ÍR-ingum algjörlega í síðari hálfleik og því fór sem fór.


Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 6, Katrín Anna Ásmundsdóttir 6, Valgerður Helga Ísaksdóttir 2, Helga Guðrún Sigurðardóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Rut Bernódusdóttir 2, Jónína Líf Gísladóttir 2, ónefndur leikmaður 1.
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 6, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 4, Fanney Ösp Finnsdóttir 3, Hildur María Leifsdóttir 2, Ksenija Dzaferovic 2, Stefanía Ósk Hafberg 1, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -